Saturday, March 26, 2005

Næturbríerí

,,Ere the sun rises!"

Klukkan er sjö - sjö að morgni til.
Morgunhaninn galar til almúgans, en Heimsborgarinn? Galið kemur of seint, hann er löngu vaknaður. Í sannleika sagt er Heimsborgarinn búinn að vera vakandi í alla nótt. Hann tók sig til og eyddi nóttinni í samræður við manneskjur tvær af almúgaættum.
Mörgu var fleygt, sannleikurinn stóð úti á ystu nöf.

Samræðurnar snerust að mestu leyti um kvenþjóðina, sem og áður.
Ég vil um leið vekja athygli á því að Le femme du bus (Strætóstelpan) hefur enn látið ógert að hafa samband.

Erfitt er að streytast á móti æskunni, sérstaklega er heimskupör banka uppá dyrnar. Sígilt er að hrekkja sofandi menn, en sannir Heimsborgarar verða þó að þekkja hvar mörkin liggja.



Að lokum vill Heimsborgari téður lýsa frati á Tribal-tattoo og kannabisefni.

E.s.
Orðtæki næturinnar: ,,Að fljóta með straumnum"

6 Comments:

Blogger mm said...

This comment has been removed by a blog administrator.

11:57 AM  
Blogger mm said...

Þú talar í sífellu um fagurfræði en líttu á skrif þín því þau lykta af bleyju og þá er ég ekki að tala um rauðvínslykt. Notar ,," í enskri tilvitnun sem er klárlega bara vitleysa (reyndar finnst mér ,," ljótar þegar ekki er hægt að gera það rétt) því mæli ég með því í framtíðinni að þú notir "" gæsalappir. Það er mun fágaðra...
Heimsborgari Grettir

11:59 AM  
Blogger mm said...

This comment has been removed by a blog administrator.

11:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst í lagi að nota þetta ef setningin er í íslensku samhengi.

7:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst í lagi að nota þetta ef setningin er í íslensku samhengi.

7:53 AM  
Blogger Ásgeir said...

Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að íslensku máli stafar meiri ógn af mörgu öðru en enskum gæsalöppum, og nota "" því hiklaust, nema í íslenskum stíl.

3:18 PM  

Post a Comment

<< Home