Thursday, March 17, 2005

Góð blanda

Það hafa allir heyrt um þessar frægu blöndur sem við njótum dags daglega. Hver kannast ekki við malt og appelsín? Tómatsósu og majones? Steina og Olla? Landa og Gambra?

Hins vegar kynnum við hér á Heimsborgurunum til sögunnar nýja blöndu. Hún felst í svefnleysi, heimadæmum og Rachmaninov. Þeir sem treysta sér geta svo aukið ánægjuna við lausn dæmanna með því að hafa hvítvíns- eða rauðvínsglös í hönd á meðan að reiknað er, en slíkt eflir andans móð og hjálpar gífurlega til við lausn dæmanna. Hafa skal þó í huga að allt er best í hófi, því fátt þykir verra en að skila heimadæmum útötuðum í ælu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home