Saturday, February 26, 2005

Vínsmökkun

Í gær fór heimsborgari undirritaður í vínsmökkunarboð. Boðið var haldið á Seltjarnarnesi hjá séntilmanninum Brynjari. Byrjað var á ýmsum bjórum, Lager bjór og Tuborg og þeir drukknir af miklu kappi eins og heimsborgurum er einum lagið því eins og heimsborgarinn Agnan benti hér á í fyrri færslu þá getur Heimsborgarinn ómögulega tekist á við raunveruleikann án þess að vera við skál. Síðan var fært sig yfir í sterkt áfengi og var Vodki í Sprite smakkaður. Að lokum var farið í hvítvínið og þá sáu heimsborgararnir ástæðu til að skála. Eftir það fórum við í hið saurslega ómenningarbæli sem miðbær Reykjavíkur er til að halda baráttu okkar gegn plebbismanum áfram.

Meðheimsborgarinn Ásgeir benti mér á nýja og fágaða aðferð við að dæma um gæði rauðvíns án þess að smakka það eða þefa af því. Svo virðist sem heimsborgarinn Agnan hafi beitt þessari aðferð í þónokkurn tíma með góðum árangri. Þegar hann velur rauðvín þá leitar hann eftir tvennu: í fyrsta lagi verði og í annan stað alkahólmagni. En þessari aðferð til gæðamats má slá upp í eftirfarandi jöfnu:

γ = β/ή
Þar sem γ[kr^(-1)] táknar gæði, β táknar áfengismagn í ppm og ή er verð í íslenskum krónum.
Dæmi:
Darri fer í ríkið og sér flösku sem kostar 890 kr og er 14% áfengismagn!
Hann, himinlifandi, kaupir flöskuna og fer á föller.
Stöldrum aðeins við og sjáum hvað þessi flaska fær mörg stig
í gæðamatsjöfnunni.
Höfum: γ = β/ή. Setjum í jöfnuna og fáum:
γ = 140.000/890kr = 157.3(1/kr). Ljóst er að hún fær hágæðaeinkun.
Fram, fram og aldrei að víkja,
niður með plebbana.

1 Comments:

Blogger Ásgeir said...

Já, rétt er að taka fram að þó að ég sé höfundur þessarar aðferðar þá er hún ekki kennd við Agnan að ástæðu, en lögmálið er einmitt sett fram sem reynslulögmál af ferðum í hof okkar heimsborgara (Vínbúðirnar). Gretti færi ég hins vegar miklar þakkir fyrir að setja þetta svona smekklega upp, framsetning í þessari færslu er fágaðri en nokkurn gat dreymt um.

10:38 AM  

Post a Comment

<< Home