Sunday, February 06, 2005

Regnhlífar

Plebbismi Reykvíkinga hefur skaddað heimsborgarann svo að hann á það til að gleyma hvernig á að bera sig í samfélagi séntilmanna. Undirritaður heimsborgari brá undir sig betri fætinum og fór til menningarborgarinnar Lundúna. Hann hafði að sjálfsögðu með sér Traversi skóna úr krókódílaskinni, Armani fötin, Burberry trefilinn og pípuhattinn. En er hann steig úr einkaþotunni sem hann hafði leigt gegn veði í húsinu var hlegið að honum! Ástæða: Hann var ekki með regnhlíf.

Ó skömmin, niðurlægingin og örvæntingin! Hann hugsaði með hryllingi til Reykjavíkur; allir plebbarnir hlaupandi um í krumpugöllum sama hvernig viðraði. Heimsborgarinn hafði látið þá menga huga sinn svo að hann hafði ómeðvitað hætt að ganga með regnhlífina sína. Hann tók sig þó saman í andlitinu, fór huldu höfði í Swaine Adeney Brigg og keypti sér regnhlíf. Nú var hann heimsmaður með mönnum; hann gekk hnarreistur um götur Lúndúnaborgar með regnhlífina spennta hátt á lofti; hann fór í Fortnum og Mason, Royal Shakespeare theater og Tate modern.

Nú situr hann á veitingahúsi og skálar í Cognac ásamt meðheimsborgurum, Agnan og Ásgeiri. Hann þarf að sofa á farfuglaheimili í nótt því húsið var tekið af honum. En það skiptir ekki máli. Í kvöld munu Heimsborgararnir ganga um miðbæ Reykjavíkur með Brigg regnhlífarnar spenntar og plebbarnir munu sjá og hugsa með sér: "Hverjir skyldu vera gestir í JingJang í kvöld?".

3 Comments:

Blogger Ásgeir said...

Já, það er ljóst að heimsborgararnir þurfa líka að fara að fjárfesta í dýrindis regnhlífum til að ganga með hér á Íslandi, þær veita manni lítið skjól á meðan að maður geymir þær í bankahólfunum í Bretlandi...

9:30 AM  
Blogger Oddur said...

Fróðir menn segja mér að Burberry sé alveg komið úr tísku.

11:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég fékk sent prufueintak af vetrarlínunni fyrir næsta vetur frá Burberry, það dugir víst ekkert minna.

2:19 PM  

Post a Comment

<< Home