Monday, January 03, 2005

Skálað í fínt!

Hver hefur ekki lent í þeirri annarlegu aðstöðu að gullkreditkortið bregst manni við kassann í ríkinu, af því að pabbi gleymdi að leggja inn á?
Maður er kominn með cognac (koníak, fyrir leikmenn) og afburðagott, ástralskt rauðvín í körfuna, en allt kemur fyrir ekki, maður labbar tómhentur út og ríkið lokar eftir kortér, ekki sjéns að detta fínt í það í kvöld!
Örvæntið eigi lengur kæru heimsborgarar, því lausnin er einföld, ódýr og sérlega bragðgóð:

Alls ekki fyrir svo löngu vorum téðir Heimsborgarar og annar einstaklingur (kenndur við rós og maura) vafrandi um götur Keflavíkur. Vatt þá upp að okkur maður að nafni Sebastían, en hann hélt á einkennilegri flösku, svolítið verkamannalegri en innihaldið var dásamlegt, fullyrti hann. Við, æstir í nýjungar, létum ekki slag á standa og stukkum á tilboðið, 1500 kr. líterinn, og sáum ekki eftir því.
Ónei! Kvöldið var í hillingum. Dansandi Leprekónar, Súkkulaði og Skúnkar komu við sögu í einu æsilegasta fylleríi síðan Heimsborgararnir byrjuðu að skála!
Og hver er galdurinn?

Keflavíkurlandinn!

2 Comments:

Blogger Ásgeir said...

Á ekkert að kommenta á þetta frábæra blogg? Hvurslags plebbaskapur virðist tröllríða hugsunarhætti fólksins sem sækir þessa síðu heim?

1:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta hefði getað komið frá mínum eigin munni og sá því enga ástæðu fyrir því að commenta á eitthvað sem ég var sammála. Galdurinn var auðvitað keflavíkurlandinn! Daníel.

6:17 AM  

Post a Comment

<< Home