Thursday, January 13, 2005

Toppeintak!

Eftir að hafa varið mörgum stundum með Súkkulaðinu (a.k.a. Guillaume, Skúnkurinn, Collegían eða bara Villi) hef ég ekki komist hjá því að læra ýmis slanguryrði sem er áberandi fylgifiskur tiltölulega nýrrar gerðar
af -isma sem kallast hnakkismi.

Hér eru sýnidæmi:

Þetta er toppeintak!
Notast til lýsingar á manneskju eða hlut sem hnakkinn hefur sérstakt dálæti á.

Sælir!
Þeim tókst það! Hnökkunum hefur tekist að gera þérun að tískufyrirbrigði.

Ekki veit ég hvað tíminn mun bera í skaut, en þó veit ég að með því mun meiri tíma sem ég eyði með Súkkulaðinu/Skúnkinum/Guillaume/Collegíunni/Villa, því meir fjarlægist ég Heimsborgarann.
Ójá! Rauðvín mun víkja fyrir Breezer; dýrindis Camembert-ostar munu víkja fyrir Boozti á Booztbarnum; helgi í París mun víkja fyrir 20 mínútum í ljósabekk og svo munu myndarlegar og vel þenkjandi kvenmenn víkja fyrir tannstönglum dýfðum í málningadollu (sem er mín skilgreining á stelpum hneigðar til hnakkisma).

Að lokum smá upplýsingar fyrir upprennandi Heimsborgara:
Þegar ritaður er texti, reynir Heimsborgari alltaf að nota semikommur, því semikommur eru það eina sem hnakkarnir geta ekki tekið frá okkur (hnakkar vita ekki hvað semikommur eru).




1 Comments:

Blogger _ said...

This comment has been removed by a blog administrator.

6:52 AM  

Post a Comment

<< Home