Thursday, January 06, 2005

Heimsborgarar á fimmtudagsmorgni

Í eilífri baráttu okkar höfunda þessa vefrits til að geta lifað lífi heimsborgarans til fullnustu í hinni annars menningarsnauðu borg Reykjavík, sem halda mætti að reist hafi verið af Plebeium til forna, gripum við höfundarnir til nýrra baráttuaðferða í dag. Í hinu hefðbundna morgunspjalli okkar heimsborgaranna sem fer fram stundvíslega klukkan 7:15 á hverjum morgni í gegnum síma kom meðheimsborgari minn með djarfa uppástungu. Rétt eins og meðheimsborgara okkar úti í París greip okkur sár löngun í ilmandi nýtt og volgt bakkelsi og brugðum við því á það ráð að halda út í brauðgerðarmusteri Bernhöfts. Er skemmst frá því að segja að þessi för var frægðarför og ljóst að andi hins sanna heimsborgara lék í brjósti okkar það sem eftir lifði dags og ljóst að baráttuþrek okkar í þessari orustu gegn plebbaskap sem við teljum siðferðislega skyldu okkar til að heyja hefur verið eflt til muna. Vefritið Heimsborgarinn hvetur því alla þá sem standa í þessari baráttu með okkur að fjölmenna út í bakaríin á morgnana og efla kjark, dáð, þrek og þor.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Er þetta eins og striðið gegn terrorisma?

1:33 PM  
Blogger Ásgeir said...

Annað hvort ertu með okkur eða plebbi...

1:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

hjehje

8:19 AM  

Post a Comment

<< Home