Thursday, January 06, 2005

Heimsborgari Agnan (borið fram Anjan)

R&C
Reykjavík Classic, eða ´rauðvín og Camembert´ (fyrir leikmenn) hefur löngum verið talin góð blanda, sérstaklega ef út í er bætt rómantískri tónlist og funheitum elskhuga.
Alls ekki fyrir löngu uppgötvaði ég þó að þessa unaðslegu blöndu má nota til að rífa sig upp úr rúminu á morgnana.
Margar flugur eru slegnar í einu höggi með þessu móti:
Losað er um vonda morgunskapið ásamt morgunandfýlu, mætt er almúganum hress og léttur, morgunmatur verður óþarfur og síðast en ekki síst, önnur afsökunin fyrir að teiga skáldamjöðurinn góða er að baki.
(Hver lærlingur skal nema það að fullgildur Heimsborgari leitar að afsökun í hverju horni fyrir að skella í sér einum drykk; hvernig á hann annars að geta mætt almúganum af fullri alvöru?)

En nú horfir Heimsborgari Agnan fram á teigamikla helgi, fulla af ástkonum Díonýsosar dansandi við taktfast hjarta yfirþyrmandi ölvunar.
Heimsborgari Agnan muna skála í dýrindis Cognac á la Heimsborgari Ásgeir og eflaust munum við klingja saman kristalsglösum okkar um næstu nótt, veikburða af lotningu yfir yfirburðum okkar gagnvart mannkyninu, fullir af tilhlökkun, fullir af spennu, fullir af gleði, fullir....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home