Heimsborgarakvöld vel heppnað
Nú er þetta er ritað, situr Heimsborgari Agnan í skrifstofustól á Kapalskjólsvegi 85, vafinn fjöðrum óminnishegrans. Minningar kvöldsins rétt innan seilingar, en einungis einum bjór frá því að hverfa.
Drukkið í kvöld var Lehmann rauðvín á kr.1440 í Ríkinu (!). Megi kaupmenn Íslands rísa upp og mótmæla þessari kúgun áfengisnautnamanna sem helst bitnar á Heimsborgurunum, mér og Ásgeiri og öðrum hvar sem þeir mega vera.
Nokkrir bjórar niður
Í sálinni er friður.
Margt er undan fram,
en ekki snerta, skamm, skamm, skamm.
Fjaðrirnar mig svo sannarlega sveipa. Óminnishegrinn svífur í austri og horfir á mig hlæjandi: ,,Oh-ho-ho. Teigaðu þennan sopa vel kæri vinur, því hann þinn sá síðasti mun verða í kvöld. Fyrr muntu rísa upp og fljúga yfir heimsins höf en stíga úr kistu þinni frjáls og óbeislaður."
BUCK!
1 Comments:
Ég er sammála því sem stendur stórum stöfum neðst og hefur merki upphrópunar á eftir.
Post a Comment
<< Home