Thursday, February 10, 2005

Viðurkenning Heimsborgarans

Í kvöld munu meyjar og sveinar spyrna fótum við taktfasta hrynjandi angurværrar tónlistar.

Já, árshátíð í kvöld!

Ekki er laust við að Heimsborgari Agnan sé spenntur fyrir herlegheitunum.
Vopnaður gerjuðu brauði og þjóðardrykk Mexíkana heldur hann ótrauður á vit ævintýranna.
Spenningur Agnans stafar þó af öðru en fyrirtíðafiðring Bakkusar!

Nú þannig er nefnilega mál með vexti að fyrr í dag var haldin árshátíðardagskrá Framtíðarinnar. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að hátíðarræðumaður var enginn annar en forseti vor, herra Ólafur Ragnar Grímsson.
Eins og hátíðarræðumanni sæmir flutti hann skemmtilegar og þroskandi sögur, en athyglisverðust þóttu mér ummæli hans í lok ræðunnar:

,,Ég hvet alla MR-inga til að halda í ræturnar, vera sannir Íslendingar, en einnig gera heiminn að vettvangi ykkar, og vera sannir Heimsborgarar!".

Heimsborgari Agnan missti andlitið! Nú hefur sjálfur forseti Íslands lagt blessun sína yfir Heimsborgarann, og bíð ég spenntur eftir að sjá hvaða fleiri valdamenn sjái ljósið.
Ég tel ekki vera langt í ríkisstjórnina, og varla er langur tími í að ítök Heimsborgaranna nái út fyrir landsteinana.

Verið því spenntir, eins og ég, kæru Heimsborgarar, því stórkostleg umbrot eru í áhrifamætti okkar þessa stundina. Brátt mun allur plebbaskapur leggjast af; hnakkar munu gufa upp; poppmenningin mun hverfa og já, við fáum uppreisn æru!
Skálum því í dýrindis Cognac fyrir kvöldið, með þreföldu húrra:

Húrra! húrra! húrra!


E.S. Tókuð þið eftir semi-kommunum?

2 Comments:

Blogger mm said...

Já það er ljóst að barátta okkar heimsborgara gegn plebbismanum hefur komist á hærra stig nú þegar forseti lýðveldisins hefur veitt sinn stuðning við heimsborgarann.

6:04 AM  
Blogger Oddur said...

Ég myndi nú ekki fagna stuðningi ríkisstjórnarinnar ef málstaðurinn væri minn. Það væri merki um að ég væri á rangri braut. Hinsvegar er þessi punktur í ræðu forsetans fagnaðarefni.

11:05 AM  

Post a Comment

<< Home