Sunday, February 27, 2005

Ferskeytlan er frónbúans fyrsta barnaglingur

Heimsborgararnir Agnan og Grettir héldu tregafullir út fyrir mörk höfuðborgarinnar á laugardaginn var.
Tilgangurinn var að sjálfsögðu sá eini sem fær mann til að stíga fæti út fyrir borgina - Rendezvous á Bakkus (Stefnumót við Bakkus, fyrir leikmenn (Áfengisdrykkja, fyrir virkilega trega)).
Yfirskrift ferðarinnar var Ferð nefndar skreytinga árshátíðar, auk nefndar árshátíðar.
Mikið var sprellað, og teflt var við allar stéttir samfélagsins, allt frá litlum busum upp til páfans.



Margt var um kvenmanninn.
Samt sem áður var mesta ,,kynlíf" sem Heimsborgari Agnan komst í tæri við þetta kvöld, þegar Elzbieta Baranowska missteig sig og féll á Heimsborgarann.
Hún reis þó fljótt upp aftur en Agnan horfði með eftirsjá á ginið sem draup af borðinu niður á gólf, í stórum sorgmæddum dropum...


Heimsborgarinn fer þó að íhuga sökum helberrar gúrkutíðar í kvennamálum, að leggja inn auglýsingu í DV, hvernig líst ykkur á?:

Hæ, ég er 19 ára menntaskólanemi sem hefur áhuga á:
- Víndrykkju
- Tónlist
-Hljóðfæraleik
-Kyrjun
-Breimun stelpna
o.fl.

Ef þú, kæri lesandi (kvk.) , samsvarar þér með mér og telur þig vera heimsborgaralega sinnaðan kvenmann með meiru, endilega þá, hafðu samband sem fyrst.


Nú fer þó Heimsborgarinn að enda þetta tilfinningaflæði, og það skal hann gera með litlu miðdegisljóði eftir sjálfan sig, Agnan Delacroix Louvré.


Draumur Hamlets og Júlíu um Jónsmessunótt.

Ó, Rómeó! Ó, Rómeó!
Láttu mig vita er þú færð nóg.
Finndu svo það sem hún úr þér dróg,
drekkti í tjörninni og fleygði út í skóg.

Ó, Rómeó! Ó, Rómeó!
Föl er þín hlykkjótta slóð,
þótt kinn þín sé ætíð jafn rjóð.
Segðu við hana! Segðu við hana!:
,,Hví ertu með þessum viðbjóð?"



...og mávarnir grétu.


Þessi ljóð tvö, voru tileinkuð Hr.Ásgeiri Birkissyni, f. 13.11.1985, d. Ekki enn (þrátt fyrir að félagsdauði hafi hlotist með ofangreindu kommenti sínu hér að ofan, um máva)

I Must Break You...

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ert með kjaft og ásakanir um að það vanti link á síðuna þína á minni... ég sé hins vegar ekki betur en að það sé gagnkvæmt!

11:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

En líturðu nær, sérðu að engum hefur áskotnast þann heiður fá link!

11:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja Darri... hvaða tequila-flaska var þetta? Hmm... svo varst það þú sem tókst bjórinn minn... helvíti þitt!!! ;) svo segiru ekkert... dísús þú verður nú að splæasa næsta fyllerí... ;)

3:38 PM  

Post a Comment

<< Home