Saturday, February 26, 2005

Ný uppgötvun

Sem ég og meðheimsborgari minn Grettir sitjum að nóttu til og skrifum niður stjörnufræðifyrirlestur til flutnings í fyrramálið teljum við okkur hafa komist að merkilegri niðurstöðu. Nú tel ég víst að margir lesendur þessa bloggs, þá sérstaklega hinir víðlesnu (en það að vera víðlesinn er eitt af frumskilyrðum þess að vera heimsborgari að sjálfsögðu) hafa heyrt um Hawking geislun. Ég og Grettir teljum okkar hins vegar hafa fengið vísindalega sönnun á tilveru svokallaðrar Buckteeth-geislunar, en hún stafar einkum af rauðum dvergum. Súr færsla? Jebb, en hún vakti mikla kátínu á meðal vorra heimsborgara þegar hún var rituð.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home