Wednesday, March 09, 2005

Jafna snertils míns...

Heimsborgaranum verður falið það mikilvæga verk að tegra í stærðfræðiprófi á morgun.

Ekkert nýtt er af nálinni þó á þessum tímum. Ekkert sérstakt framundan, ekkert sérstakt liðið.

Eitt er þó fréttnæmt í veröld Agnans:
Ekki er laust við að Cupid sjálfur, ástarengill himinhvolfsins hafi flogið niður frá Herrans ríki og skotið Heimsborgarann ástarörvum, í almenningsfarartæki alþýðunnar. Hversvegna Heimsborgarinn ómakaði sig með slíku fari kemur sögunni ekkert við.

Ó, kæra ástmey! Hví er ég lostinn slíkri kvöl og pínu? Er það þitt viljaverk, að ég liggi hér særður til blóðs? Hjarta mitt er skorið - blóð þess hefur vætlað út sinn síðasta dropa á meðan ósæðin pumpar lofti.
Vektu mig til lífs elsku fagra!

Eða þúst, hringdu eða eikkað...

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jæja Darri, kannski gerir þú eitthvað í þessu strætó-hössli þínu!!! ;) Treysti á þig og kannski færðu aðgang í hösslmaskínugengið! ;) :p (smá djók í gangi)

6:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert bara á þörfinni
Kettir gera þetta líka þegar þeir breima... bakka undir allt og alla!

10:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

já já þörfin spörfin!
hvað er darri köttur eða er hann mús?
hættu að væla og gerðu eitthvað í hlutunum!

1:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það sem Rósa er ss að segja er að þú þarft að fá þér að ríða

9:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Steinum skaltu eigi kasta, glerhúsum í, kæra Karen Anna.

1:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Híhí *roðn*
Já ég braut alveg nokkrar rúður þarna ;)

2:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Langar til að benda á að slái maður inn www.heimsborgari.blogspot.com (sleppir ss greininum), þá fær maður upp bloggsíðu hins 23 ára Gulla sem stundar nám við HÍ!
Kúl eða ekki?

11:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Alveg ýkt.

11:43 AM  

Post a Comment

<< Home