Saturday, March 26, 2005

Næturbríerí

,,Ere the sun rises!"

Klukkan er sjö - sjö að morgni til.
Morgunhaninn galar til almúgans, en Heimsborgarinn? Galið kemur of seint, hann er löngu vaknaður. Í sannleika sagt er Heimsborgarinn búinn að vera vakandi í alla nótt. Hann tók sig til og eyddi nóttinni í samræður við manneskjur tvær af almúgaættum.
Mörgu var fleygt, sannleikurinn stóð úti á ystu nöf.

Samræðurnar snerust að mestu leyti um kvenþjóðina, sem og áður.
Ég vil um leið vekja athygli á því að Le femme du bus (Strætóstelpan) hefur enn látið ógert að hafa samband.

Erfitt er að streytast á móti æskunni, sérstaklega er heimskupör banka uppá dyrnar. Sígilt er að hrekkja sofandi menn, en sannir Heimsborgarar verða þó að þekkja hvar mörkin liggja.



Að lokum vill Heimsborgari téður lýsa frati á Tribal-tattoo og kannabisefni.

E.s.
Orðtæki næturinnar: ,,Að fljóta með straumnum"

Thursday, March 17, 2005

Góð blanda

Það hafa allir heyrt um þessar frægu blöndur sem við njótum dags daglega. Hver kannast ekki við malt og appelsín? Tómatsósu og majones? Steina og Olla? Landa og Gambra?

Hins vegar kynnum við hér á Heimsborgurunum til sögunnar nýja blöndu. Hún felst í svefnleysi, heimadæmum og Rachmaninov. Þeir sem treysta sér geta svo aukið ánægjuna við lausn dæmanna með því að hafa hvítvíns- eða rauðvínsglös í hönd á meðan að reiknað er, en slíkt eflir andans móð og hjálpar gífurlega til við lausn dæmanna. Hafa skal þó í huga að allt er best í hófi, því fátt þykir verra en að skila heimadæmum útötuðum í ælu.

Wednesday, March 09, 2005

Jafna snertils míns...

Heimsborgaranum verður falið það mikilvæga verk að tegra í stærðfræðiprófi á morgun.

Ekkert nýtt er af nálinni þó á þessum tímum. Ekkert sérstakt framundan, ekkert sérstakt liðið.

Eitt er þó fréttnæmt í veröld Agnans:
Ekki er laust við að Cupid sjálfur, ástarengill himinhvolfsins hafi flogið niður frá Herrans ríki og skotið Heimsborgarann ástarörvum, í almenningsfarartæki alþýðunnar. Hversvegna Heimsborgarinn ómakaði sig með slíku fari kemur sögunni ekkert við.

Ó, kæra ástmey! Hví er ég lostinn slíkri kvöl og pínu? Er það þitt viljaverk, að ég liggi hér særður til blóðs? Hjarta mitt er skorið - blóð þess hefur vætlað út sinn síðasta dropa á meðan ósæðin pumpar lofti.
Vektu mig til lífs elsku fagra!

Eða þúst, hringdu eða eikkað...

Tuesday, March 08, 2005

Nýr dagskrárliður

Jæja, nú er komið að nýjum dagskrárlið hér á Heimsborgaranum, en það er plebbi líðandi stundar. Vil ég ýta þessari nýbreytni úr vör með því að tilnefna Rósant Ísak Rósantsson fyrsta plebba líðandi stundar, en þessa nafnbót fær hann fyrir að svívirða mátt snittna og annarra dýrindis kræsinga sem jafnan er boðið upp á Heimsborgarasamkvæmum, auk þess sem að kransakökan í fermingaveislu hans var að hans sögn skreytt svokölluðum gúmmíböngsum og saltpillum.

Foj!