Thursday, April 28, 2005

Lebensraum

Allir sannir heimsborgarar þurfa á því að halda

Thursday, April 21, 2005

Rómantík

Ekki laust við að Heimsborgarar hafi allir komist í feitt í gær...

Sunday, April 10, 2005

Geimstöðin Heimsborgari

Við Heimsborgarar erum orðnir svo þreyttir á plebbaskap mannskepnunnar að við höfum ákveðið að byggja okkur geimstöð. Kom þessi hugmynd upp í dýrindis hófi sem undirritaður Heimsborgari hélt í gær.

Hugmyndin er á byrjunarstigi en ýmislegt sniðugt hefur litið dagsins ljós. Frumskilyrði er að við höfum ótakmarkaðan aðgang í áfengar veigar og standa nú yfir samningaviðræður við helstu vínframleiðendur í heimi. Með tilkomu alnetsins verða engin vandamál hvað varðar menningarmál.

Við munum þó ekki sitja auðum höndum og drekka áfengar veigar og hlusta á klassíska tónlist og lesa heimsbókmenntir, langt því frá. Uppi eru áætlanir um að þróa lyf og stunda stofnfrumurannsóknir í þyngdarleysi og ætlum við að fá núverandi nemendur á eðlisfræðibraut 1 með okkur í verkefnið.

Hössi mun vera stærðfræðingurinn okkar og sjá um afleiðureikninga og annað sem þarf að reikna. Bessi mun sjá um hugbúnaðamál. Jón Emil verður eðlisfræðingurinn okkar. Salvör verður lífefnafræðingurinn okkar. Rósant verður sendill og sérlegur aðstoðarmaður Heimsborgara. Villi verður sérlegur aðstoðarmaður okkar í menningarmálum. Lovísa mun sjá um almannatengsl. Heimsborgari Agnan Delacroix verður lukkudýrið. Azgeur verður lyfjafæðingur og mun undirritaður sjá um verkfræðilegu hliðina. Svo ætlar hann Einar Búi að vera læknirinn okkar.

Auðvitað verður þó fyrst og fremst drukkið áfengi og rökrætt um menningarmálefni eins og Heimsborgurum er einum lagið, en auðvitað þurfum við að græða peninga til þess að iðka þá iðju.

Við vitum þó ekki hvernig hinn ástsjúki Heimsborgari Agnan muni þola að vera frá strætóstelpunni og öðrum stelpum sem hann hefur sungið mansöngva um.

Vakandi/sofandi
að feigðarósi ég flýt.
Hamlandi/hraðandi
rýtingur í bakið á plebba
drepstu drepstu drepstu...
nei bara djók

Grettoir

Monday, April 04, 2005

Nýr dagskrárliður?

Víngagnrýni Heimsborgararanna. Er það eitthvað? Allavega átti undirritaður rauðvín helgarinnar.

Azgeur