Saturday, January 28, 2006

Ónýtur

Það er deginum ljósara að undirritaður Heimsborgari þolir ekki lengur menningarskort og almennan plebbaskap í Reykjavík. Liðin er sú tíð að undirritaður gat drukkið tunnur af rauðvíni undir styttum Parísar og kúta af Böðvari á bökkum Vltava. Í gær héldu Heimsborgararnir þrír ásamt skjaldsveini sínum, Guillaume de la Skúnk, á hið svonefnda "djamm" sem er víst aðalskemmtun óupplýsts almúga íslensku þjóðarinnar.

Vægast sagt hafði þessi reynsla djúpstæðari áhrif á mig en ég gat gert mér í hugarlund. Morguninn eftir er ég ætlaði mér að rísa úr rekkju undir ljúfum tónum hins 250 ára afmælisbarns leið mér eins og líkami minn hefði lent í sömu hakkavél og gæsalifrin sem ég gæddi mér á í París í formi patês. Gjörónýtur lá ég í móki undir dúnsæng minni og reyndi að hreinsa huga minn af minningum næturinnar. Er ég nú allur að koma til eftir því sem ég skrifa þetta, enda fátt meira gefandi en að vara viðkvæmar sálir við því að lenda í sömu hremmingum og ég.

Nú hljómar franski þjóðsöngurinn úr næsta herbergi, berst til eyrna minna og veitir mér kraft. Þökk sé honum hefur mér takist að endurreisa stolt mitt og hugi minn reikar nú til Notre Dame og Louvre. Ég er frjáls á nýjan leik.

Tuesday, October 18, 2005

Lystisemdir Heimsborgarans

Eins og kunnugt er skellti undirritaður Heimsborgari sér í Evrópureisu í sumar. Tilgangur ferðar var að kanna ýmsa menningarkima samfélagsins, enda er það svo að maður þarf að þekkja andstæðinga sína, í þessu tilfelli plebbana. Svo við fórum, in cognito, dulbjuggumst sem almúgamenn á götum Evrópu og lifðum líferni plebbans í heilan mánuð. skuggi kom yfir sálar okkar, einhvers staðar á leiðinni gleymdum við göfugum tilgangi ferðar okkar og féllumst freistingunum á hönd. Stóri Mac, skítugur kebab, ódýrt áfengi, mittistöskur, ásókn í súlustaði, hræðilegur ferðamáti, ódýr hótel. allt varð þetta hluti af daglegu lífi okkar Heimsborgara, í staðinn fyrir miðnætursýningar á Don Giovanni komu diskótek með dúndrandi raftónlist, í staðinn fyrir rómantíska gönguferð yfir Karlsbrúnna með undurfaguri austur-evrópskri gyðju sem þú hafðir hitt í gegnum símaþjónustu komu ódýrar, skítugar strippbúllur.

Var Heimsborgarinn myrtur? Hafa plebbarnir sigrað okkur? Heimsborgarar, svarið kalli mínu, því ég óttast að þetta sé það síðasta. Heimsborgari Grettir kveður...

***

-Best að ná sér í einn pilsner-

Saturday, September 17, 2005

mmmmmmm

Mér líður eins og hamborgara

Saturday, August 06, 2005

Fullkomnun

Louvre, Eiffelturninn, Notre Dame, raudvin, baguette, ostar.

Paris.

Eg er staddur i utopiu Heimsborgarans, c'est la vie.

Sunday, July 17, 2005

Útnefning og yfirlýsing

Hér með hlýtur Henrik Geir Garcia útnefningu sem Góðheimsborgaravinur fyrir rauðvín það guðdómlegt er hann færði með sér heim frá upprunalandi sínu á enda veraldar hinnar kaþólsku miðaldarkirkju og leyfði undirrituðum Heimsborgara að njóta með sér um helgina sem nú er brátt á enda runnin.

Yfirlýsing mun nú vera gefin út. Þeim er bætast vilja í hinn fríða flokk Góðheimsborgaravina og -vinkvenna er eindregið ráðlagt að mæta með ljúfar guðaveigar og leyfa Heimsborgurunum að njóta með sér á góðri stundu. Allar nánari upplýsingar fást í gegnum síma og bréfpóst.

Sunday, June 05, 2005

Fögnuður

Heimsborgarar hittust í "penthásinu" nýverið til að finna lausn við vandanum á ofurleiðara við stofuhita. Ekki er að sökum spurt því lausnin fannst eftir langa setu á rökstólum, þá var skellt sér á sveittan föller.

Þessi mynd var tekin rétt áður en hinn þríeini hugur Heimsborgarans fann lausn vandans.

Saturday, June 04, 2005

Kahdlin

Maðurinn hefur ekki hitt fekkin kallinn í marga mánuði. HINS VEGAR hafa meðheimsborgarar mínir hitt hann títt að undanförnu en því miður hef ég ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi í nokkra daga. Eftir því sem nýjustu fregnir herma var Kahdlin sjálfur mættur niður í bæ í gallajakka og gallabuxum en það er víst bannað eftir því sem Áslaug heimsborgarynja segir og ráðleggjum vér Heimsborgarar því öllum þeim sem vilja vera menn með mönnum að forðast slíkar banvænar tvennur.

Hér tjáðu Heimsborgarar Azgeur og Agnan skoðanir sínar á jafnréttisgrundvelli og án þess að brjóta í bága við 14. grein stjórnarskár hins ízlenska Lýðveldis...


Og nú er mál að linni...