Lystisemdir Heimsborgarans
Eins og kunnugt er skellti undirritaður Heimsborgari sér í Evrópureisu í sumar. Tilgangur ferðar var að kanna ýmsa menningarkima samfélagsins, enda er það svo að maður þarf að þekkja andstæðinga sína, í þessu tilfelli plebbana. Svo við fórum, in cognito, dulbjuggumst sem almúgamenn á götum Evrópu og lifðum líferni plebbans í heilan mánuð. skuggi kom yfir sálar okkar, einhvers staðar á leiðinni gleymdum við göfugum tilgangi ferðar okkar og féllumst freistingunum á hönd. Stóri Mac, skítugur kebab, ódýrt áfengi, mittistöskur, ásókn í súlustaði, hræðilegur ferðamáti, ódýr hótel. allt varð þetta hluti af daglegu lífi okkar Heimsborgara, í staðinn fyrir miðnætursýningar á Don Giovanni komu diskótek með dúndrandi raftónlist, í staðinn fyrir rómantíska gönguferð yfir Karlsbrúnna með undurfaguri austur-evrópskri gyðju sem þú hafðir hitt í gegnum símaþjónustu komu ódýrar, skítugar strippbúllur.
Var Heimsborgarinn myrtur? Hafa plebbarnir sigrað okkur? Heimsborgarar, svarið kalli mínu, því ég óttast að þetta sé það síðasta. Heimsborgari Grettir kveður...
***
-Best að ná sér í einn pilsner-
2 Comments:
NEIIIIIIIIIIIIIIII
mjog ahugavert, takk
Post a Comment
<< Home